Hvernig á að leysa Kakuro?

Kakuro gátan er mjög áþekk venjulegri krossgátu að öðru leyti en því að í henni eru notaðar tölur í stað orða. Allir, sem á annað borð geta lagt saman tölur, geta leyst gátuna.
Tölurnar sem eru gefnar upp í vísbendinga-reitunum, er útkoma talnanna (samanlagt) sem setja á í auðu reitina. Tala í vísbendingarreit ofan línu vísar til láréttrar línu frá reitnum og tala neðan striks lóðréttrar, eins og í venjulegri krossgátu. Aðeins á að nota tölurnar frá 1-9, og sama tala er aldrei notuð tvisvar í viðkomandi tölulínu, þ.e. í lausn einnar vísbendingartölu. T.d. þá er lausnin við vísbendingartölu 4 sama sem 3 + 1, þar sem 2 + 2 er ekki leyfileg lausn.