17        18        19        20        21        22        23
Lykilkrossgátur Frístundar!

Út á hvað ganga lykilkrossgáturnar?

Í lykilkrossgátunum gefum við ekki upp neinar orðskýringar, heldur einungis eitt orð, og þar með lausn þeirra lykiltalna, sem svo á að þreifa sig út frá til lausnar á gátunni.
Í horni hvers reits er að finna tölustaf sem gefur til kynna hvaða bókstafur á að koma þar. Hver tala táknar sama bókstaf út í gegnum gátuna og lausn hennar er því fólgin í því að finna fyrir hvaða bókstaf hver tala stendur.
Góð byrjun er t.d. að setja þá stafi sem gefnir eru, í alla reiti með sömu tölum og þreifa sig svo áfram út frá þeim. Um leið og búið er að finna eitt orð til viðbótar þá auðveldast eftirleikurinn til muna og síðan koll af kolli. Gott er að leita uppi líklega tvöfalda samhljóða og þá stafi sem telja má að séu algengari í íslenskunni en aðrir, t.d. "a".

Til nánari skýringar látum við sýnishorn af einni lítilli lykilkrossgátu fylgja hér með:
24        25        26        27        28        29        30
31
33
32
,.,.